Mörg stærstu fyrirtækja heims byggja starfsemi sína á hagnýtingu viðskiptaleyndarmála, á borð við algóritma og matar- og drykkjaruppskriftir. Hvorugt þessa nýtur verndar hugverkaréttinda á borð við einkaleyfi eða höfundarétt, og sama á við um ýmsar aðrar mikilvægar upplýsingar eins og viðskiptaáætlanir, viðskiptamannaskrár og niðurstöður markaðsrannsókna. Það þýðir að leyndin um slíkar upplýsingar verður mikilvæg sem og þörfin til að hún njóti lagalegrar verndar.
Í desember tók gildi ný heildstæð löggjöf um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Lögin eru sett til innleiðingar á tilskipun 2016/943/ESB. Áður gilti um atvinnuleyndarmál og fleiri slík verðmæti, að meginstefnu til, eitt ákvæði í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með lögunum hefur orðið tímabær réttarbót og færist vernd viðskiptaleyndarmála nær því sem gildir um hugverkaréttindi.
Svo upplýsingar séu viðskiptaleyndarmál þurfa þær að uppfylla ákveðin skilyrði. Upplýsingar mega ekki vera þekktar, þær þurfa að hafa viðskiptalegt gildi af því að þær eru leyndarmál og það þarf að hafa verið gripið til eðlilegra ráðstafana til að halda þeim leyndum. Almennt séð geta síðan þær eðlilegu ráðstafanir verið af ýmsu tagi, en sem dæmi má nefna að gerður hafi verið trúnaðarsamningur milli samstarfsaðila, að kveðið hafi verið á um trúnað í ráðningarsamningum, settar hafi verið innri reglur fyrirtækis um meðferð trúnaðarupplýsinga og aðgang að þeim og gripið til tæknilegra öryggisráðstafana. Búast má við því að þetta skilyrði, um eðlilegar ráðstafanir, geti orðið tilefni til ágreinings, enda ljóst að í því felst jafnframt vörn fyrir aðra sem vilja geta hagnýtt sér viðskiptaleyndarmálið.
Þá er kveðið á um það í lögunum hvenær öflun, notkun og afhjúpun viðskiptaleyndarmála er lögmæt, sem getur meðal annars átt sér stað þegar um sjálfstæða uppgötvun eða sköpun er að ræða, eða viðkomandi rannsakar vöru sem hefur verið gerð aðgengileg almenningi, t.a.m. ef innihald drykkjar eða annarrar neysluvöru er efnagreint.
Í lögunum er fjallað ítarlega um úrræði ef brotið er á rétti handhafa viðskiptaleyndarmáls. Meðal þeirra er lögbann. Vert er að nefna að sýslumanni ber þá að skoða, eins og við á, framferði gerðarþola við öflun, notkun eða birtingu viðskiptaleyndarmálsins. Starfsmaður sem afritar viðskiptamannaskrá og fer með slíka skrá með sér í starf til keppinautar gæti því tæplega skýlt sér á bak við að hún hafi verið starfsmönnum aðgengileg. Þá getur sýslumaður tekið muni úr vörslum gerðarþola og afhent þá handhafa viðskiptaleyndarmálsins, hafi þeir verið notaðir við þá athöfn sem lögbann er lagt við, enda sé hætt við að háttsemin haldi að öðrum kosti áfram.
Einnig fjalla lögin um sérstakar ráðstafanir sem grípa má til með dómi. Meðal þeirra er innköllun eða fjarlæging brotavarnings af markaði, eyðing hans, eyðing skjala og skráa sem hafa að geyma viðskiptaleyndarmál eða afhending þess til stefnanda. Í stað slíkra sérstakra ráðstafana má dæma bætur fyrir fjártjón, að kröfu þess sem málið beinist að, séu tiltekin skilyrði uppfyllt, þ.m.t. um grandleysi og að ráðstafanirnar myndu valda honum óhóflegum skaða. Almennt ákvæði um skaðabótaskyldu kemur svo einnig fram í lögunum, og er það sambærilegt því sem þekkist á sviði hugverkaréttar, þ.m.t. hvað varðar rétt lögaðila til að heimta bætur fyrir ófjárhagslegt tjón. Þá kveða lögin á um heimild til að ákveða dagsektir, bæði við fullnustu dóma og við brot á lögbanni. Brot gegn lögunum geta ennfremur leitt til refsiábyrgðar, allt að fjögurra ára fangelsi ef brot er stórfellt.
Í lögunum er fjallað með ítarlegum hætti um vernd viðskiptaleyndarmála við meðferð dómsmála og við lögbannsgerð. Þannig er kveðið á um þagnarskyldu sem hvílir á matsmönnum, vitnum o.fl. Auk þess mæla lögin fyrir um hagnýtingarbann lögmanna og starfsmanna þeirra, sem og málsaðila, vitna o.fl. Sérstakar skyldur hvíla á dómara við töku ýmissa ákvarðana, sem og við birtingu dóma. Þannig skal dómari meðal annars taka tillit til hugsanlegs tjóns sem ákvörðun eða birting kann að valda.
Margt af því sem hér hefur verið upptalið er nýtt í íslenskri löggjöf og á það til að mynda við um skilgreininguna á því hvað geti talist viðskiptaleyndarmál og hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt svo um viðskiptaleyndarmál geti verið að ræða. Þær sérstöku ráðstafanir sem grípa má til með dómi eru mikil réttarbót. Almennt séð var mikilvægt að ná fram aukinni vernd viðskiptaleyndarmála í íslenskum rétti. Það sem skilur þau meðal annars frá hugverkum er að hugverkin njóta ekki verndar nema þau séu gerð opinber, sem gengur þvert gegn þeim hagsmunum sem alla jafna búa að baki vernd viðskiptaleyndarmála, svo sem að njóta samkeppnisforskots, auk þess sem vernd hugverkaréttinda er tímabundin. Síðast en ekki síst er aukin réttarvernd viðskiptaleyndarmála fagnaðarefni þar sem í því felst að fjárfesting í sköpunargreinum verður tryggari fyrir vikið. Gagnvart handhöfum viðskiptaleyndarmála er að sama skapi áríðandi að taka mið af því sem að verndin er háð því að gripið sé til eðlilegra ráðstafana til að halda þeim upplýsingum sem um ræðir leyndum, s.s. með gerð trúnaðarsamninga.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður, LL.M. í lögum og upplýsingatækni, og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu.
Mörg stærstu fyrirtækja heims byggja starfsemi sína á hagnýtingu viðskiptaleyndarmála, á borð við algóritma og matar- og drykkjaruppskriftir. Hvorugt þessa nýtur verndar hugverkaréttinda á borð við einkaleyfi eða höfundarétt, og sama á við um ýmsar aðrar mikilvægar upplýsingar eins og viðskiptaáætlanir, viðskiptamannaskrár og niðurstöður markaðsrannsókna. Það þýðir að leyndin um slíkar upplýsingar verður mikilvæg sem og þörfin til að hún njóti lagalegrar verndar.
Í desember tók gildi ný heildstæð löggjöf um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Lögin eru sett til innleiðingar á tilskipun 2016/943/ESB. Áður gilti um atvinnuleyndarmál og fleiri slík verðmæti, að meginstefnu til, eitt ákvæði í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með lögunum hefur orðið tímabær réttarbót og færist vernd viðskiptaleyndarmála nær því sem gildir um hugverkaréttindi.
Svo upplýsingar séu viðskiptaleyndarmál þurfa þær að uppfylla ákveðin skilyrði. Upplýsingar mega ekki vera þekktar, þær þurfa að hafa viðskiptalegt gildi af því að þær eru leyndarmál og það þarf að hafa verið gripið til eðlilegra ráðstafana til að halda þeim leyndum. Almennt séð geta síðan þær eðlilegu ráðstafanir verið af ýmsu tagi, en sem dæmi má nefna að gerður hafi verið trúnaðarsamningur milli samstarfsaðila, að kveðið hafi verið á um trúnað í ráðningarsamningum, settar hafi verið innri reglur fyrirtækis um meðferð trúnaðarupplýsinga og aðgang að þeim og gripið til tæknilegra öryggisráðstafana. Búast má við því að þetta skilyrði, um eðlilegar ráðstafanir, geti orðið tilefni til ágreinings, enda ljóst að í því felst jafnframt vörn fyrir aðra sem vilja geta hagnýtt sér viðskiptaleyndarmálið.
Þá er kveðið á um það í lögunum hvenær öflun, notkun og afhjúpun viðskiptaleyndarmála er lögmæt, sem getur meðal annars átt sér stað þegar um sjálfstæða uppgötvun eða sköpun er að ræða, eða viðkomandi rannsakar vöru sem hefur verið gerð aðgengileg almenningi, t.a.m. ef innihald drykkjar eða annarrar neysluvöru er efnagreint.
Í lögunum er fjallað ítarlega um úrræði ef brotið er á rétti handhafa viðskiptaleyndarmáls. Meðal þeirra er lögbann. Vert er að nefna að sýslumanni ber þá að skoða, eins og við á, framferði gerðarþola við öflun, notkun eða birtingu viðskiptaleyndarmálsins. Starfsmaður sem afritar viðskiptamannaskrá og fer með slíka skrá með sér í starf til keppinautar gæti því tæplega skýlt sér á bak við að hún hafi verið starfsmönnum aðgengileg. Þá getur sýslumaður tekið muni úr vörslum gerðarþola og afhent þá handhafa viðskiptaleyndarmálsins, hafi þeir verið notaðir við þá athöfn sem lögbann er lagt við, enda sé hætt við að háttsemin haldi að öðrum kosti áfram.
Einnig fjalla lögin um sérstakar ráðstafanir sem grípa má til með dómi. Meðal þeirra er innköllun eða fjarlæging brotavarnings af markaði, eyðing hans, eyðing skjala og skráa sem hafa að geyma viðskiptaleyndarmál eða afhending þess til stefnanda. Í stað slíkra sérstakra ráðstafana má dæma bætur fyrir fjártjón, að kröfu þess sem málið beinist að, séu tiltekin skilyrði uppfyllt, þ.m.t. um grandleysi og að ráðstafanirnar myndu valda honum óhóflegum skaða. Almennt ákvæði um skaðabótaskyldu kemur svo einnig fram í lögunum, og er það sambærilegt því sem þekkist á sviði hugverkaréttar, þ.m.t. hvað varðar rétt lögaðila til að heimta bætur fyrir ófjárhagslegt tjón. Þá kveða lögin á um heimild til að ákveða dagsektir, bæði við fullnustu dóma og við brot á lögbanni. Brot gegn lögunum geta ennfremur leitt til refsiábyrgðar, allt að fjögurra ára fangelsi ef brot er stórfellt.
Í lögunum er fjallað með ítarlegum hætti um vernd viðskiptaleyndarmála við meðferð dómsmála og við lögbannsgerð. Þannig er kveðið á um þagnarskyldu sem hvílir á matsmönnum, vitnum o.fl. Auk þess mæla lögin fyrir um hagnýtingarbann lögmanna og starfsmanna þeirra, sem og málsaðila, vitna o.fl. Sérstakar skyldur hvíla á dómara við töku ýmissa ákvarðana, sem og við birtingu dóma. Þannig skal dómari meðal annars taka tillit til hugsanlegs tjóns sem ákvörðun eða birting kann að valda.
Margt af því sem hér hefur verið upptalið er nýtt í íslenskri löggjöf og á það til að mynda við um skilgreininguna á því hvað geti talist viðskiptaleyndarmál og hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt svo um viðskiptaleyndarmál geti verið að ræða. Þær sérstöku ráðstafanir sem grípa má til með dómi eru mikil réttarbót. Almennt séð var mikilvægt að ná fram aukinni vernd viðskiptaleyndarmála í íslenskum rétti. Það sem skilur þau meðal annars frá hugverkum er að hugverkin njóta ekki verndar nema þau séu gerð opinber, sem gengur þvert gegn þeim hagsmunum sem alla jafna búa að baki vernd viðskiptaleyndarmála, svo sem að njóta samkeppnisforskots, auk þess sem vernd hugverkaréttinda er tímabundin. Síðast en ekki síst er aukin réttarvernd viðskiptaleyndarmála fagnaðarefni þar sem í því felst að fjárfesting í sköpunargreinum verður tryggari fyrir vikið. Gagnvart handhöfum viðskiptaleyndarmála er að sama skapi áríðandi að taka mið af því sem að verndin er háð því að gripið sé til eðlilegra ráðstafana til að halda þeim upplýsingum sem um ræðir leyndum, s.s. með gerð trúnaðarsamninga.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður, LL.M. í lögum og upplýsingatækni, og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu.