Um leið og Halla Tómasdóttir tók sem forseti Íslands kvaddi þjóðin Guðna Th. Jóhannesson sem gegnt hafði embættinu í átta ár. Hrafnarnir kunna Guðna bestu þakkir fyrir tíma hans í embættinu. Þeir telja hann heilt yfir hafa staðið sig með prýði og verið landi og þjóð til sóma.

Um leið og Halla Tómasdóttir tók sem forseti Íslands kvaddi þjóðin Guðna Th. Jóhannesson sem gegnt hafði embættinu í átta ár. Hrafnarnir kunna Guðna bestu þakkir fyrir tíma hans í embættinu. Þeir telja hann heilt yfir hafa staðið sig með prýði og verið landi og þjóð til sóma.

Kaldar kveðjur Guðna til Egils Jóhannssonar og félaga í bílaumboðinu Brimborg í viðtali komu hröfnunum þó á óvart, enda hefur forsetinn fyrrverandi helst verið þekktur fyrir yfirvegaða framkomu.

Óaðspurður sagði hann háttsemi Brimborgar óforskammaða en eins og frægt er orðið olli myndbirting bílaumboðsins af bílakaupum nýrra forsetahjóna mikla athygli.

Eflaust gekk Guðna vel eitt til með að koma arftaka sínum til varnar en hrafnarnir telja þó að hann hefði mátt sýna af sér meiri stillingu. Brimborg hefur beðist afsökunar á myndbirtingunni og því ætti málið að vera úr sögunni.

Það var óþarfi að sverta orðspor fyrirtækis sem skapar mörgum atvinnu og skilar miklu í fjárhirslur ríkissjóðs í formi skatta og annarra gjalda.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.