Sig­urður Ingi Jó­hann­s­son innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins er í miklu stuði þessa dagana.

Á sama tíma og hann vill banna verðtryggð lán til 40 ára á boðar hann að fjórtán ný göng verði byggð á landinu á næstu árum – svona til að auka enn frekar á þensluna og kynda undir verðbólguna enn frekar.

Í þessari umræðu sakna hrafnarnir að þeirri staðreynd sé haldið til haga að ólíkt því sem áður var er auðvelt fyrir lántakendur að breyta um form fasteignalána á lífstíma með litlum tilkostnaði.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 2. júní.