Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, verkefnastjóri þingflokks Framsóknar, steig fram í viðtali við mbl.is og sagði frá erfiðri lífsreynslu sem hún lenti nýverið í er hún keypti óvart spænskar lambalundir. Í viðtalinu lýsir hún því að hún hafi ætlað sér að ná góðri endurheimt að fjallabrölti loknu með því að leggja sér íslenskt lambakjöt til munns og því hafi verið sár vonbrigði að komast að því að lundirnar væru innfluttar frá Spáni.

Til að koma í veg fyrir að hún og aðrir landsmenn lendi í sömu hremmingum komu aðeins tvær lausnir til greina að mati Framsóknarkonunnar. Nauðsynlegt væri að merkja allt innflutt kjöt skilmerkilega með fána upprunalandsins, enda með öllu ótækt að ætlast til þess að læst fullorðið fólk kynni sér hvers lenskt kjötið er á merkimiða.

Svo bætti hún um betur og veltir fyrir sér hvort það væri ekki bara best að hætta að flytja inn lambakjöt að utan, enda algjörlega óþarf að leyfa íslenskum neytendum að ráða ferðinni.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.