Svar Samfylkingarinnar við Umferðar-Einari, einum dáðasta innhringjanda í útvarpsþáttinn Tvíhöfða, er Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður.
Rétt eins og Umferðar-Einar talaði um essin sex sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að umferðaröryggi þá sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að Samfylkingin myndi leggja áherslu á háin tvö á komandi þingvetri: heilbrigðismál og heimilisbókhald.
Hrafnarnir eru sæmilega læsir á á nýlensku (e. newspeak) og gera sér grein fyrir að þarna er Jóhann að mæla fyrir skattahækkunum og enn frekari skattahækkunum. Enda er Jóhann sérstaklega fær í nýlensku og kallaði skattahækkanir í ræðu á þinginu í síðustu viku „aukið aðhald á tekjuhlið ríkisfjármálanna.“
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í blaðinu sem kom út 27. september 2023.