Það er mikið stuð á Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppnis- og majónesseftirlits ríkisins þessa dagana.
Hann hefur sektað Samskip fyrir brot á samkeppnislögum og nemur sektin ríflega fjórum milljörðum. Hverju sem sekt eða sakleysi Samskipa líður telja hrafnarnir sektina ansi hressilega. Ekki síst í ljósi þess að eigið fé skipafélagsins er tæplega þrír milljarðar. Að óbreyttu mun því sektin ríða Samskipum að fullu. Hrafnarnir hafa efasemdir um að það muni leiða til aukinnar samkeppni á flutningsmarkaði á Íslandi.
En Páll er hvergi nærri hættur. Í samtali við fréttastofu Vísis á dögunum boðar hann enn hærri sektir á fyrirtæki sem Samkeppniseftirlitið sakar um samkeppnislagabrot í framtíðinni. Þegar hrafnarnir heyrðu þetta fóru þeir ósjálfrátt að hugsa um ummælin sem bandaríski blaðamaðurinn Peter Arnett hafði eftir majórnum í Víetnamstríðinu um nauðsyn þess að tortíma bænum til að bjarga honum
Huginn og Muninn er einn af skoðanapistlum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í blaðinu sem kom út 13. september.