Einn af hverjum þremur Reykvíkingum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag samkvæmt nýrri könnun. Fylgisaukning Samfylkingarinnar hefur gengið til baka og aðrir flokkar í borgarstjórn tapa fylgi, að Sósíalistaflokknum undanskildum.