Ítalski veitingastaðurinn Ráðagerði, sem rekinn er í samnefndu húsi á Seltjarnarnesi, hagnaðist um rúmlega fjórar milljónir króna á síðasta ári.
Ítrekaðar tafir landlæknis í máli Intuens segulómunar voru ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati heilbrigðisráðuneytisins.
Pósturinn segir að ákveðnir þættir hafi skekkt niðurstöður Íslands á fyrri árum.
Alvotech leiddi hækkanir á meðan Marel kvaddi Kauphöllina. Sameinaða félag JBT og Marel verður tekið til viðskipta á nýju ári.
Norski olíusjóðurinn kaupir skrifstofubyggingar í Boston, San Francisco, Washington og París.
Samtals nemur söluandvirði Eyris yfir 120 milljörðum króna miðað við núverandi markaðsvirði JBT.
„Þegar fram líða stundir gætu slíkar lausnir einnig nýst til að greina flókna sjúkdóma hraðar eða aðstoða við forgangsröðun í bráðaaðgerðum.“
Hjallastefnan tapaði tæplega hundrað milljónum króna á síðasta ári.
Það er verið að mynda ríkisstjórn um pólitískar áherslur ASÍ og það mun ekki gefast betur en í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Finnska heilsutæknifyrirtækið Ōura Health, sem framleiðir snjallhringinn Ōura Ring, hefur tryggt sér 200 milljónir dala í nýrri fjármögnunarlotu.
Frá áramótum og til 11. desember síðastliðins hækkaði arðgreiðsluleiðrétta úrvalsvísitalan OMX Iceland 15 um 16,1%.
Ólafur Karl Sigurðarson, aðstoðarforstjóri KAPP, segir mikilvægt að halda fókus þrátt fyrir að félagið hafi vaxið hratt. Miklir möguleikar séu m.a. til staðar í Bandaríkjunum.
Verg landsframleiðsla hefur dregist hratt saman og verður það í höndum næstu ríkisstjórnar að ákveða hvaða leið sé farin til að auka hana að nýju.
Það er umhugsunarvert að íslenskt samfélag sé í þeim sporum að það komi í hugum margra til álita að fara að niðurgreiða einn af grundvallarframleiðsluþáttum efnahagslífsins.
Myllan-Ora fær undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að taka yfir daglegan rekstur Gunnars.
Þann 17. desember sl. héldu KLAK – Icelandic Startups sérstakan viðburð tileinkaðan Gullegginu.
Ítalska persónuverndarstofnunin hefur sektað OpenAI um 15 milljónir evra.