Pelaverga er nafn á tveimur þrúgum; Pelaverga Piccolo og Pelaverga Grosso. Sú síðarnefnda er ræktuð í Salluzzese og er notuð til þess að gera vín sem kallast Cari. Hér ætlum við að gera sérstaka grein fyrir fyrrnefndu þrúgunni, en úr henni eru gerð vín sem kallast Verduno Pelaverga.