Birna Hlín Káradóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrar og menningar hjá Arion banka.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands.
Bergþóra Halldórsdóttir var nýlega ráðin til Borealis Data Center sem rekur gagnaver á þremur stöðum á Íslandi. Þegar hún var yngri langaði hana til að vinna í utanríkisþjónustunni eða hjá Sameinuðu þjóðunum og ætlaði sér alltaf í Harvard.
Ný stjórn Justikal hefur verið skipuð með Helga Hermannssyni, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Heimi Fannari Gunnlaugssyni.
Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra.
Birgitta Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Notendalausnir Origo.
Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðu verkefnastjóra hjá LEX.
Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi.
Hildur Erla Björgvinsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ekrunnar og Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Emmessíss.
Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur tekið sæti í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins Öldu.
Steypustöðin hefur ráðið Jónínu Þóru Einarsdóttur sem leiðtoga sjálfbærni-, öryggis og gæðamála hjá félaginu.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði.