Þeir sem bera ábyrgð á rekstri ÁTVR standa frammi fyrir miklum áskorunum. Fjármálaráðherra mun skipa nýjan forstjóra á næstunni sem tekur við næsta haust. Samkeppni hefur aukist á sama tíma og velta minnkar. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður vex í öfugu sambandi við veltu og telja viðmælendur blaðsins reksturinn ósjálfbæran.