Royalty Pharma hyggst selja hlutafé að andvirði 2,2 milljarða dollara, sem jafngildir 297 milljörðum íslenskra króna, í frumútboði í dag. Lyfjafyrirtækið áætlar að selja 77,7 milljónir hlutabréfa á 28 dollara á hlut. Miðað við þetta verð nemur virði Royalty Pharma um 16,7 milljarða dollara. Financial Times segir frá .

Fyrirtækið var stofnað árið 1996 en stór hluti tekna þess kemur frá einkakeyfisþóknunum. Royalty Pharma mun nota stóran hluta af fjármagninu sem safnast í útboðinu í dag til þess að eignast fleiri einkaleyfi, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.

Frumútboðið Royalty Pharma stefnir í að verða það stærsta í ár. Lyfjafyrirtækið tekur því fram úr Warner Music var skráð á markað fyrr í mánuðinum . Fjöldi hlutafjárútboða hefur aukist að undanförnu þar sem fyrirtæki leita leiða til að afla fjármagns í núverandi efnahagsástandi.

Tekjur Royalty Pharma af einkaleyfisþóknunum í fyrra voru um 1,6 milljarða dollara sem er um 8% aukning frá fyrra ári. Um fjórðungur einkaleyfisþóknana kemur frá lyfjum fyrirtækisins sem meðhöndla slímseigjusjúkdóm.