Svandís Svavarsdóttir tilkynnti hertar sóttvarnaráðstafnir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Grímuskylda verður tekin upp á ný í verslunum, 500 manna samkomutakmarkanir verða við lýði og opnunartími skemmtistaða verður styttur.
Hins vegar munu allt að 1.500 manns geta komið saman ef allir fara í hraðpróf .
Grímuskyldan tekur gildi á morgun en aðrar takmarkanir á miðvikudaginn. Svandís segir að ný reglugerð um sóttvarnartakmarkanir verði kynnt síðar í dag.
167 kórónuveirusmit greindust í gær sem er það mesta á einum degi frá upphafi.
Í gær var greint frá því að óbreyttar sóttvarnarráðstafanir yrðu á landamærunum til 15. janúar á næsta ári.