Alls hafa 65 umsóknir borist frá erlendum sérfræðingum um útgáfu vegabréfsáritunar til dvalar hér á landi í allt að 180 daga í fjarvinnu. Til skoðunar er hvort gera eigi sérfræðingum kleift að starfa hér lengur en í hálft ár.

Greiningarvinna hefur leitt í ljós að stytta þurfi umsóknarferlið, gera mökum aðila kleift að starfa hér á landi og skoða skattframkvæmd. Tíu stjórnvöld vinna nú saman að verkefninu og er von á tillögum fyrir 7. maí. Þordís Kolbrún R. Gylfadóttir er ráðherra málaflokksins.