Eftirlitsaðilar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnrýna sjóðinn harðlega fyrir hlutdrægni og hálfgerða vanrækslu. Sjóðurinn þjáist af flókinni pólitískri hlutdrægni, og hefur gerst einhverskonar klappstýra evrunnar.

Í skýrslunni kemur fram að sjóðurinn hafi hunsað flest öll háskamerki um yfirvofandi kreppu í evruríkjunum. Einnig vantaði allar neyðar- og viðbragðsáætlanir.

Sjóðurinn er einnig sakaður um að hafa gert stórfelld mistök þegar kom að aðstoð við Grikkland.