Tekjur Airport Associates, APA, jukust um 60% á milli ára og námu 1,7 milljörðum króna á síðasta ári. Meðalfjöldi ársverka var 128 en laun og launatengd gjöld námu nærri 1,2 milljörðum. APA, sem sinnir þjónustustarfsemi á Keflavíkurflugvelli, skilaði 82 milljóna hagnaði samanborið við 21 milljónar tap árið áður.
Eignir félagsins námu 947 milljónum og eigið fé var 111 milljónir í lok síðasta árs. APA er í eigu Rea ehf., sem er í 47,5% eigu Skúla Skúlasonar, hluthafa og varaformanns stjórnar Play.