Verð á tonni af áli hækkaði um 3,3% í dag og stóð í 3.236 dölum á tonnið þegar mest lét, í málmkauphöllinni í London, London Metal Exchange. Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg. Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið hærra síðan í október 2008.

Verð á öðrum málmum eins og nikkel hefur hækkað mikið frá vormánuðum 2020. Önnur mikilvæg hráefni fyrir álframleiðslu, eins og jarðgas og hráolía, hafa einnig hækkað ört í faraldrinum. Einkaneysla hefur aukist hratt í heimshagkerfinu að undanförnu en framboðið hefur ekki fylgt eftir.

Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að verð á áli muni halda áfram að hækka árinu.