Arnheiður Klausen Gísladóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans.

Arnheiður lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Við útskrift hóf hún störf sem sérfræðingur í útlánamati fyrir útibú Landsbankans. Hún varð útibússtjóri í Austurbæjarútibúi, síðar Borgartúnsútibúi, árið 2007 og hefur verið svæðisstjóri í Fyrirtækjamiðstöðinni frá árinu 2014.

Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans í Borgartúni í Reykjavík sinnir málefnum minni og meðalstórra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru allir starfsmenn fyrirtækjaþjónustu bankans á höfuðborgarsvæðinu staðsettir og fyrirtæki geta sótt þangað alla þjónustu sem þau þarfnast.