Umsjónaraðilar söluferlis á að minnsta kosti 20% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafa móttekið áskriftir fyrir 400 milljónir hluti, sem er skilgreind lágmarksstærð söluferlisins. Bankasýsla ríkisins tilkynnti þetta rúmum tveimur klukkustundum eftir að söluferlið formlega hófst. Salan fer fram með tilboðsfyrirkomulagi sem einungis fagfjárfestar og viðurkenndir gagnaðilar fá að taka þátt í.
Líkur eru því á að Bankasýslan selji stærri en 20% hlut í söluferlinu en stofnunin hafði áskilið sér rétt á að auka við fjölda seldra hluta. Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður tilkynnt síðar en gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði birtar fyrir opnun markaða á morgun.
Fram kom í tilkynningu sem Bankasýslan sendi frá sér rétt eftir fjögurleytið í dag kom fram að söfnun tilboða geti lokið hvenær sem er með skömmum fyrirvara.
Sjá einnig: Ríkið selur 49 milljarða hlut
Miðað við hlutabréfaverð Íslandsbanka við lokun markaða í dag má ætla að ríkið fái í það minnsta 48,8 milljarða króna fyrir söluna.