Stærstu bankar Evrópa setja nú enn meira fé til hliðar svo að hægt sé að mæta niðurfærslum á lánasöfnum þeirra, sökum heimsfaraldursins. Stærstu bankarnir höfðu nú þegar lagt til um 25 milljarða evra fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem mun líklegast aukast um 23 milljarða til viðbótar.

Heildarfjárhæð ráðstafana fyrir stærstu lánveitendur vesturlanda gæti náð um 117 milljörðum dollara sem væri met frá fyrsta ársfjórðung 2009, þegar Lehman Brothers fór í gjaldþrot. Frá þessu er greint á vef Financial Times.

Reikningsskilareglur kveða á um að niðurfærsla fari fram um leið og fjárhagsástand breytist. Því ættu þær niðurfærslur sem áttu sér stað á fyrsta ársfjórðungi að vera sýn á heildarniðurfærslu sökum heimsfaraldursins. Af því má álykta að ástandið hafi versnað töluvert síðan þá.

Sjá einnig: Arðsemi Arion banka nam 10,5%

Eins og áður, er búist við því að fjárfestingastarfsemi bankanna skili talsverðum hagnaði. Hagnaður stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, BlackRock, jókst til að mynda um 21% á fyrsta ársfjórðungi 2020. Fjárfestar flykktust í skuldabréfasjóði félagsins og fjármagn í reiðufjárstjórnun hjá BlackRock jókst til muna.

Að meðaltali hefur hlutabréfaverð í evrópskum bönkum lækkað um 31% það sem af er ári, samanborið við 10% lækkun á Stoxx 600 vísitölunni. Markaðsvirði evrópsku bankanna er um 40% af bókfærðu virði eiginfjár en um 65% hjá Arion banka.