Skuldir bandaríska ríkisins hafa rofið 30 þúsund milljarða dala ($30 trillion) múrinn í fyrsta skipti, en þetta kom fram í frétt hjá CNN nú á dögunum. Það jafngildir 3.794.400.000.000.000 krónum. Skuldahlutfallið er nú komið upp í 128%.

Frá byrjun faraldursins hafa skuldirnar aukist um 7 þúsund milljarða dala ($7 trillion). Ríkisstjórnir Biden og Trump hafa sett þúsundir milljarða dala í ýmsar örvandi aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum efnahagslegum afleiðingum faraldursins.

Skuldirnar námu 9 þúsund milljörðum dala í lok 2007, rétt áður en fjármálakreppan hófst. Þær námu 20 þúsund milljörðum dala  þegar Trump tók við sem forseti árið 2017.