Samtök iðnaðarins standa fyrir Iðnþingi sem hefst klukkan 13:00 í dag. „Nýsköpun er leiðin fram á við“ er yfirskrift Iðnþingsins sem streymt verður í beinni útsendingu hér að neðan frá Silfurbergi í Hörpu og stendur til 14.30.

„Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins nú þegar þörf er á viðspyrnu í efnahagslífinu. Á Iðnþingi 2020 verður kastljósinu beint að því hvernig við mætum áskorunum um fjölgun nýrra starfa,“ er sagt í fréttatilkynningu SI.

Meðal þeirra sem verða með erindi er Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Dagskrá

  • Fundarstjórn – Logi Bergmann
  • Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins
  • Áskorun um fjölgun nýrra starfa – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
  • Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Umræður – Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri CRI, Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV
  • Sesselja Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjagreiningardeildar Alvotech, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ágústa Guðmundsdóttir, annar tveggja stofnenda Zymetech
  • Samantekt – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Á milli dagskrárliða er vitnað til orða nokkurra forkólfa í íslenskum iðnaði.