Olíufélagið Chevron hefur samþykkt að kaupa félagið Noble Energy fyrir um 5 milljarða dollara eða um 702 milljarða króna. Kaupin marka stærstu olíusamruna síðan heimsfaraldurinn hófst. Ef skuldir félagsins eru teknar með er samningurinn virði um 13 milljarða dollara.

Með kaupunum er verð á hvern hlut Noble metinn á 10,38 dollara sem er rúmlega 7% hærra en markaðsvirði bréfanna sem er 9,66 dollarar. Markaðsvirði Chervron er um 162 milljarðar dollara. WSJ fjallar um málið.

Illa hefur árað á olíumarkaði síðan olíuverð hrundi í marsmánuði síðastliðnum og eru kaupin þau stærstu í geiranum síðan þá. Meira en 20 olíuframleiðendur í norður-Ameríku hafa sóttum greiðsluþrot það sem af er ári en ef olíuverð fer ekki að rísa munu væntanlega fleiri fylgja.