Pizzastaðnum Dominos Pizza verður skylt að gera heimasíðu sína og smáforrit aðgengilegt fyrir blinda einstaklinga. Þetta er niðurstaða dómsstóla í Bretlandi og greint er frá á heimasíðu BBC .

Blindur viðskiptavinur pizzastaðarins höfðaði dómsmál eftir að hafa ekki getað klárað pöntun sína í gegnum smáforrit staðarins. Dómsmálið var upprunalega höfðað árið 2016 en árið 2017 var því vísað frá en síðar var áfrýjað.

Dominos var sakað um að hafa vanrækt að máta forrit sitt við hugbúnað sem er aðgengilegur á Apple tækjum og auðveldar blindum og sjónskertum að notfæra sér tækni.

Margir talsmenn fatlaðs fólks hafa fagnað þessari ákvörðun en talsmaður Dominos neitaði að tjá sig.