EFLA hf. og eig­endur Tækni­þjónustu Vest­fjarða ehf. hafa undir­ritað samning um að EFLA kaupi allt hlut­fé Tækni­þjónustunnar. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Tækni­þjónusta Vest­fjarða var stofnuð 1973 og hefur starfað ó­slitið síðan með að­setur á Ísa­firði. Fyrir­tækið hefur unnið að verk­efnum víða á Vest­fjörðum, sem og í öðrum lands­hlutum. Verk­efni hafa aðal­lega verið á sviði verk­fræði­hönnunar mann­virkja, gerð kostnaðar­á­ætlana, tjóna­mats, mælinga og út­setninga, gerð eigna­skipta­samninga og út­boðs­gagna á­samt um­sjón og eftir­liti með út­boðs­verkum.

Samúel Orri Stefáns­son, fram­kvæmda­stjóri Tækni­þjónustunnar segist afar á­nægður með kaup EFLU á fyrir­tækinu. Með þeim verði hægt að bjóða Vest­firðingum enn öflugri verk­fræði- og tækni­þjónustu á breiðari grund­velli sem nær til sam­fé­lagsins alls.

Sæ­mundur Sæ­munds­son, fram­kvæmda­stjóri EFLU, fagnar kaupunum. Hann segir að það sé stefna fyrir­tækisins að bjóða öfluga þjónustu á lands­byggðinni sem byggi á góðri sam­vinnu allra starfs­stöðva. Kaupin á Tækni­þjónustu Vest­fjarða falli ein­stak­lega vel að þeirri stefnu og sé liður í að styrkja nær­þjónustu EFLU um allt land. Fyrir­tækin hafi átt í mjög góðu sam­starfi um ára­bil og því hafi kaupin verið eðli­legt næsta skref.

Við­skipta­vinir EFLU spanna flest svið. Kjarninn í þjónustunni snýr að ráð­gjöf við upp­byggingu og rekstur inn­viða sam­fé­lagsins á­samt stuðningi við fram­þróun at­vinnu­lífsins.

Á Ís­landi eru höfuð­stöðvar fé­lagsins að Lyng­hálsi Reykja­vík, en EFLA heldur úti starfs­stöðvum á Sel­fossi, Hellu, Reykja­nes­bæ, Hvann­eyri, Egils­stöðum, Reyðar­firði, Seyðis­firði, Þórs­höfn, Húsa­vík, Akur­eyri og nú á Ísa­firði. Er­lendis starf­rækir EFLA dóttur- og hlut­deildar­fé­lög í Noregi, Sví­þjóð, Frakk­landi, Þýska­landi, Pól­landi, Skot­landi og Tyrk­landi.