224 manns létu lífið þegar rússnesk farþegaþota af gerðinni Airbus A-321 hrapaði í Sinaískaga í Egyptalandi í dag. Þetta staðfesta egypsk yfirvöld.

Flak flugvélarinnar hefur verið fundið og lík farþeganna fjarlægð. Vladimír Pútín rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg frá og með morgundeginum.

Enn er á huldu hvað olli flugslysinu en svokallaður svartur kassi með upptöku af flugferðinni fannst í flakinu í dag.

Samkvæmt egypskum yfirvöldum voru 214 farþegar þotunnar rússneskir og þrír úkraínskir.

Nánar er fjallað um málið á vef BBC .