Vikan sem nú er að renna sitt skeið var sú versta á árinu hjá rafmyntinni Bitcoin. Gengi rafmyntarinnar hefur fallið um 15% í vikunni og stendur í 10,145 dollurum. Restin af rafmyntamarkaðnum er ekki að gera mikið betri hluti, að því er kemur fram á vef Bloomberg .

Að sögn greinanda sem Blommberg ræddi við, virðist vera sem að fólk hafi á ákveðnum tímapunkti á síðasta ári talið að rafmyntir væru örugg fjárfesting en nú sé fólk að missa trúnna á að svo sé.