Fimm íslenskum vísisjóðum upp á samtals rúmlega 40 milljarða var komið á laggirnar í ár og hefur fjármögnunarumhverfi íslenskra sprotafyrirtækja líklega sjaldan verið öflugra. Heildarfjármögnun sérhæfðra íslenskra vísisjóða nemur um 70 milljörðum króna en miðað við að þegar hefur verið fjárfest fyrir um 30 milljarða af þeirri fjárhæð er núverandi fjárfestingargeta þeirra því um 40 milljarðar.
Samkvæmt skýrslu Northstack um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á árinu 2021 sóttu íslensk sprotafyrirtæki fjármagn sem nemur 20,7 milljöðrum íslenskra króna, en það er samdráttur um tæp 28 prósent á milli ára. Tekið skal fram að skýrslan tekur ekki til styrki eða fjármagnanir undir 75 milljónum íslenskra króna.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .