„Verulegar framfarir“ er sagðar hafa átt sér stað í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, en þar undir falla m.a. viðræður um vopnahlé. FT greinir frá þessu og vitnar til þriggja heimildarmanna sem koma að viðræðunum.

Samkvæmt heimildum FT felur samkomulagið í sér að rússnesar hersveitir yfirgefi Kænugarð gegn því að Úkraínumenn falli frá áformum sínum um að ganga til liðs við varnarbandalagið NATO. Þá verður Úkraínu gert að heita því að ekki verði tekið á móti erlendum hersveitum gegn vernd þeirra.

Þrátt fyrir að rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hafi gefið út að framfarir hafi átt sér stað í samningaviðræðunum er talið að úkraínskir ráðamenn hafi efasemdir um hversu alvara Vladimír Pútín, forseta Rússlands, er með að sættast á frið. Hafa þeir áhyggjur af því að Pútín nýti viðræðurnar til þess að kaupa tíma sem nýtist til að fétta raðir hersins og hefja árásir af enn meiri ákefð.