Bankar á Wall Street og fjárfestar hafa undanfarið fylgt fordæmi hrávörumiðlara og keypt ál, sem þykir fremur óhefðbundin leið til að hagnast meðan ávöxtun af skuldabréfum er í sögulegu lágmarki. Frá þessu er greint á vef Wall Street Journal .

COVID-19 faraldurinn leiddi til lækkana í bíla- og flugvélaiðnaðinum, tveir stærstu kaupenda málmvara. Álverð lækkaði um 12% á þessu ári niður í 1.589 dollara í Kauphöllinni í London.

Það endurvakti áhuga fjárfesta á að fjárfesta í áli til að selja síðar sem var fremur umdeilt í kjölfar fjármálakrísunnar 2008-2009.

Við núverandi verð geta fjárfestar hagnast um 2% ársávöxtun með því að kaupa ál. Umrædd viðskipti eru einstaklega vinsæl í Evrópu og Asíu en minna í Bandaríkjunum.