Kristinn Heiðar Jakobsson hefur verið ráðinn yfirverkefnastjóri Coda Terminal-verkefnis Carbfix og Eva Dís Þórðardóttir verkefnastýra nýsköpunar og skipulags. Coda Terminal er mótttöku- og förgunarstöð fyrir CO2, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Eva Dís Þórðadóttir er menntaður byggingarfræðingur og skipulagsfræðingur. Eva Dís hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum, umhverfismálum og verkefnastýringu þverfaglegra verkefna. Hún lærði byggingarfræði í Kaupmannahöfn og fór síðan í meistaranám í samgöngum og skipulagi við Háskólann í Reykjavík. Eva Dís starfaði í um 9 ár hjá EFLU verkfræðistofu og sat þar meðal annars  í stjórn í tæp tvö ár.

Kristinn Heiðar Jakobsson er verkefnastjóri með MBA frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í orkutæknifræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun stærri og flóknari verkefna. Kristinn vann áður hjá Rarik við stjórnun hitaveituframkvæmda.

Eva Dís Þórðardóttir:

„Það er heiður að fá að vera partur af Carbfix teyminu sem hefur með framúrskarandi árangri þróað Carbfix aðferðina, og hlotið heimsathygli fyrir. Það er stórt verkefni að ná settum markmiðum í loftlagsmálunum og ég hlakka til að taka virkan þátt í því."

Kristinn Heiðar Jakobsson:

,,Það er mér mikill heiður að fá að leiða þetta stórkostlega verkefni sem er uppbygging Coda Terminal, CO2 móttöku- og förgunarstöð Carbfix. Verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu og tel ég að hér sé verið að leggja grunn að mikilvægu framlagi í baráttu okkar gegn loftlagsbreytingum."