Í janúar síðastliðnum voru störf fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2 auglýst laus til umsóknar. Fjórir sóttu um stöðu fréttastjóra, allt karlar. Fimm sóttu um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2, þar af ein kona.

Rakel Þorbergsdóttir sagði starfi sínu lausu sem fréttastjóri RÚV um áramótin. Hún hafi gegnt stöðunni í tæp átta ár og unnið á fréttastofum RÚV í 22 ár. Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar.

Eftirtaldir sóttu um starf fréttastjóra:

  • Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri.
  • Valgeir Örn Ragnarsson, fréttamaður.
  • Þór Jónsson, sviðsstjóri.
  • Þórir Guðmundsson, fv. ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Eftirtalin sóttu um starf dagskrárstjóra Rásar 2:

  • Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri.
  • Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri.
  • Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur.
  • Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2.
  • Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.