Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,40% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% og stendur því í 1.361,29 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega milljarði króna.

Mest hækkuðu bréf HB Granda eða um 1,68% í 253 millón króna viðskiptum. Við lokun markaða stóðu bréf félagsins í 36,40 krónum. Næst mest hækkun var á bréfum N1 eða 1,61% en bréf félagsins stóðu í 126,00 krónum við lokun markaða. Viðskipti með N1 námu rúmum 174 milljónum króna.

Aðeins þrjú félög lækkuðu á mörkuðum í dag. Mest lækkun var á bréfum Símans en félagið lækkaði um 1,62% í viðskiptum upp á rúmlega 112 milljónir króna. Stóðu bréf félagsins því í 4,26 krónum við lokun markaða. Bréf Eimskipafélagsins lækkuðu um 0,19% í tæplega 369 milljón króna viðskiptum og stóðu því í 259,50 krónum við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Reita um 0,11% í 92 milljón króna viðskiptum og stóðu í 89,90 krónum í lok dags.