Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að verja 20 milljörðum Bandaríkjadala, um 2.500 milljörðum króna, í endurskipulagningu á verksmiðjum sínum.

Bílaframleiðandinn ætlar að skipta út allri framleiðslu á bensínbílum fyrir framleiðslu á rafbílum. Endurskipulagningu verksmiðjanna á að ljúka á næstu fimm til tíu árum, en Bloomberg greindi frá þessu í gær.

Endurskipulagning verksmiðjanna er hluti af stefnu forstjóra Ford, Jim Farley, að veita Tesla samkeppni á rafbílamarkaði. Doug Field leiðir rafbílavæðingu Ford, en hann starfaði áður hjá Apple og þar áður sem háttsettur yfirmaður hjá Tesla.

Gengi bréfa Ford hækkuðu um 2,7% við tilkynninguna í gær.