Hlutabréfaverð átján af tuttugu félaga aðalmarkaðar Kauphallarinnar lækkaði 2,1 milljarðs veltu í dag. Icelandair leiddi lækkanir en gengi flugfélagsins féll um 5,7% í 290 milljóna veltu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem greindi í gær frá 6,5 milljarða tapi á fyrsta ársfjórðungi, stóð í 1,97 krónum við lokun Kauphallarinnar í dag.

Hagar birtu einnig uppgjör eftir lokun markaða í gær. Smásölufyrirtækið, sem er móðurfélag Bónus, Hagkaups og Olís, hagnaðist um 4 milljarða króna á síðasta rekstrarári. Gengi félagsins féll hins vegar um 3,6% í 160 milljóna viðskiptum og stendur nú í 80,5 krónum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% og hefur nú ekki verið lægri frá 10. mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Marels lækkaði um 1,4% og stóð í 696 krónum á hlut við lokun markaða.