Gistinætur á öllum tegundum gististaða voru um 5,1 milljón talsins á síðasta ári. Um er að ræða 55% aukningu frá fyrra ári þegar þær voru 3,3 milljónir en 39% samdrátt frá árinu 2019 þegar gistinætur voru 8,4 milljónir. Hagstofan greindi frá þessu í morgun.

Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en hlutfall Íslendinga var 45% árið 2020 og 13% árið 2020.

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 3,3 milljónir, þar af 2,5 milljónir á hótelum á síðasta ári. Gistinætur á hótelum hefur fækkað um 46% frá árinu 2019.

Í desember síðastliðnum voru gistinætur á skráðum gististöðum 307,5 þúsund og voru um sjöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður þegar þær voru 44 þúsund. Þar af voru erlendar gistinætur 228,7 þúsund eða um 74%.

Gistinætur á hótelum voru 202,6 þúsund í desember, sem er 34% fækkun frá desembermánuði 2019. Herbergjanýting á hótelum í desember var 26,2% á öllu landinu en mest var nýtingin á höfuðborgarsvæðinu eða um 38,6%.

Mynd tekin úr frétt Hagstofunnar.