Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,52% í 2 milljarða króna viðskiptum og er lokagildi hennar nú 1.712,95 stig. Heildarvelta á markaði nam 12.777 milljónum króna, en þar af voru tæplega 11 milljarða viðskipti með skuldabréf. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði þó um 0,08%. Verðtryggði hlutinn lækkaði um 0,11%, en sá óverðtryggði um 0,04%.

Úrvalsvísitölufélögin hækkuðu flest öll. Marel hækkaði til að mynda um 2,70% og er gengi bréfanna nú 247,50 krónur á hlut. Síminn hækkaði um 2,65% í 3,10 krónur og HB Grandi um 2,17% í 30,65 krónur.

Einu úrvalsvísitölufélögin sem lækkuðu í viðskiptum dagsins, voru Hagar og Reitir. Gengi Reita er nú 87,65 krónur á hlut eftir 0,06% lækkun, en Gengi haga er 48,40 krónur á hlut eftir 0,21% lækkun.

Fyrirtækin utan vísitölunnar hækkuðu einnig flest, mest lækkaði þó Nýherji. Gengi Nýherja er nú 16,70 eftir 1,76% lækkun. VÍS lækkaði um 0,12% í 78,6 milljón króna viðskiptum og fæst hver hlutur nú á 8,04 krónur.

Eik fasteignafélag hækkaði um 2,15% í rúmlega 99 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú skráð 9,98. Fjarskipti hf. hækkaði um 1,81% í tæplega 76,8 milljón króna viðskiptum.