Vísindamaður við Massachusetts Institute of Technology að nafni Fei Yan var handtekinn síðastliðinn miðvikudag vegna gruns um innherjasvindl. Saksóknarar segja að vísindamaðurinn hafi leitað svara um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir það að vera gómaður á Google. Hann sló meðal annars inn: „Hvernig koma sec[samtökin sem sjá um ákærur í slíkum málum] upp um óeðlileg viðskipti?“ Einnig Google-aði Yan: „Innherjaviðskipti með alþjóðleg bréf.“ Í frétt CNBC um málið kemur fram að hann hafi grætt 120 þúsund dollara á hlutabréfakaupunum.

Innherjaupplýsingarnar fékk Yan frá konu sinni sem starfaði hjá alþjóðlegri lögfræðistöðunni Linklaters. Konu svikarans var sagt upp í kjölfarið. Yan keypti hlutabréf í Mattress Firm og Stillwater Mining. Kona Yan vann við sameiningu fyrirtækjanna. Til þess að koma í veg fyrir að yfirvöld myndu góma hann, skráði Yan hlutabréfin á nafn móður sinnar.