Volga-Dnepr Group, stærsta fraktflugfélag Rússlands, hefur stöðvað allt flug á Boeing vélum félagsins vegna viðskiptaþvingana og ákvörðunar Flugmálayfirvalda Bermúda að afturkalla öryggisleyfi vélanna en rússnesk flugfélög skrá stóran hluta af Airbus og Boeing þotum sínum í Bermúda til að komast hjá innflutningssköttum. Reuters greinir frá.

Í tilkynningu frá Volga-Dnepr á föstudaginn kemur fram félagið hafi stöðvað rekstur tveggja dótturfélaga, AirBridgeCargo og Atran, sem nota átján Boeing 747 vélar og sex Boeing 737 þotur.

Volga-Dnepr, sem lýsir sér sem fremsta fraktflugfélagi í heimi þegar kemur að stórum fraktflutningum, heldur þó áfram að fljúga vélum sem framleiddar voru í Rússlandi, þar á meðal An-124 og Il-76 fraktflugvélunum.