Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hélst stöðug í dag. Hún hefur lækkað um ríflega 3% frá áramótum, en hefur lækkað talsvert í kjölfar þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Heildarvelta á mörkuðum nam ríflega sex milljörðum króna, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 891 milljón króna og 5,2 milljarðar á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa útgerðarfyrirtækisins HB Granda lækkaði um 2,74% í dag í 89 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins hefur lækkað um 4,22% á síðastliðinni viku. Aftur á móti hækkaði gengi hlutabréfa N1 mest, eða um 1,4%. Mest velta var með bréf Marels í dag.