Bandaríska flugfélagið Delta, sem flogið hefur á milli Íslands og Bandaríkjanna á hverju ári síðan 2011, að árinu 2020 undanskildu, mun í maí hefja flugferðir á ný. Fyrsta brottför til JFK -flugvallar í New York verður 2. maí og fyrsta ferð til Minneapolis - St . Paul 27. maí.

Í maí með verður flogið fimm sinnum í viku til New York með Boeing 767 breiðþotu og síðan daglega. Til Minneapolis - St . Paul verður flogið daglega með Boeing 757 þotu. Alls verða því 14 ferðir í boði í hverri viku með bandaríska flugfélaginu frá og með 1. júní.

Delta flýgur frá Keflavíkurflugvelli að morgni dags, sem þýðir að vegna tímamismunar er lent í Bandaríkjunum um hádegisbil að staðartíma. Farþegar frá Íslandi geta þannig nýtt sér fjölda tenginga Delta samdægurs frá alþjóðaflugvöllunum tveimur til áfangastaða í Norður- og Suður-Ameríku.

Allar veitingar eru innifaldar í fargjaldinu með Delta Air Lines , matur jafnt sem drykkir. Um borð í vélunum eru skjáir á bökum sæta með miklu úrvali af afþreyingarefni. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við Air France , KLM og Virgin Atlantic .