Flugfélagið JetBlue hyggst bæta við sig 30 nýjum flugleiðum inn í núverandi leiðakerfi sitt. Félagið stefnir á að umsvif félagsins þetta sumarið verði rúmlega helmingur af hefðbundnu sumri. Frá þessu er greint á vef MarketWatch.

„Kórónuvírusinn hefur umbreytt leiðakerfum flugfélaga, og eftir að við sjáum smávægilegan bata, ætlum við að halda áfram að vera með sveigjanlegt leiðakerfi til að mæta eftirspurn sem kann að myndast og afla reiðufé fyrir félagið,“ segir Scott Laurence, yfirmaður tekjustýringar og áætlanagerðar (e. head of revenue and planning) hjá JetBlue.

Bréf félagsins hafa hækkað um 0,88% það sem af er dags en lækkað um 54,4% síðustu þrjá mánuði.