Stjórn Broadcom hefur hafnað 121 milljarða dala tilboði Qualcomm um kaup á Broadcom. Tilboðið samsvarar tæplega 12.400 milljörðum króna íslenskra á gengi dagsins í dag. Frá þessu er greint á vef Bloomberg en fyrirtækin framleiða bæði örgjörva og aðra íhluti í fjarskipta- og raftæki.

Það virðist því allt stefna í svokallaða fjandsamlega yfirtöku (e. hostile takeover) að hálfu Qualcomm en þetta er í annað sinn sem stjórn Broadcom hafnar tilboði frá fyrirtækinu.