Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er í fimmtánda sæti á lista Nordic Business Report yfir ábyrga leiðtoga í Norður-Evrópu. Í rökstuðningi segir að Hörður hafi unnið mikið frumkvöðlastarf þegar kemur að orkumálum á Íslandi og að hann sé leiðtogi þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Forstjórinn er sagður hafa beitt óhefðbundnum og nýstárlegum leiðum til tæknibreytinga í orkuiðnaði og hafa náð stórkostlegum niðurstöðum. Hörður hefur verið forstjóri Landsvirkjunar frá árinu 2009, en áður var hann forstjóri Marels í tíu ár.

Í fyrsta sæti listans er Selina Juul, en hún er í forsvari fyrir Stop Wasting food hreyfinguna. Hún hefur lagt mikla áherslu á því að koma í veg fyrir matarsóun. Selina fæddist í Rússlandi en er í dag danskur ríkisborgari.