Hvalur hf. hagnaðist um 3,5 milljarða króna sé miðað við bókhaldslegan hagnað félagsins á síðasta uppgjörsári sem lauk þann 30. september samanborið við 490 milljóna króna hagnað á fyrra ári.
Því til viðbótar olli 77% hækkun á gengi hlutabréfa Hampiðjunnar því að virði 46% hlutar Hvals í Hampiðjunni hækkaði um 11,5 milljarða króna á reikningsárinu.
Hvalur gerir hlutinn í Hampiðjunni hins vegar upp út frá hlutdeild í eigin fé þar sem hluturinn í Hampiðjunni er bókfærður á um 8,5 milljarða króna. Því kemur hækkunin ekki nema að litlu leyti fram í ársreikningi Hvals. Þannig fór virði hlutar Hvals í Hampiðjunni úr um 15 milljörðum króna í um 26,5 milljarða króna á reikningsárinu.
Eignir Hvals í lok reikningsársins voru bókfærðar á 26,7 milljarða króna og eigið fé á 25,9 milljarða króna. Lagt er til að 1,5 milljarðar króna verði greiddir út í arð til hluthafa félagsins.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:
- Farið er yfir helstu gagnrýni á nýlegt söluferli Íslandsbanka.
- Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, er tekin tali.
- Sagt er frá afkomu fjárfestingafélagsins Strengs, sem hefur leitt umbreytingu SKEL Fjárfestingafélags.
- Hótelstjórar eru bjartsýnir fyrir ferðasumrinu en greiningaraðilar spá því að 1,2 milljón ferðamanna komi til Íslands á árinu.
- Sagt er frá fjártæknisprota sem vill bæta utanumhald og upplýsingagjöf fyrirtækja.
- Huginn og Muninn eru á sínum stað, auk Týs sem skrifar um....
- Óðinn fjallar um leigubílafrumvarp innviðaráðherra sem Óðni þykir hrákasmíði.