Samherji fékk í vikunni undanþágu frá yfirtökuskyldu á Eimskip frá fjármálaeftirliti Seðlabankans, eftir að hafa boðað yfirtökutilboð en svo fallið frá því.

Fordæmi eru fyrir því að félög hafi fengið undanþágu frá yfirtökuskyldu hér á landi. Íslandsbanki og Framtakssjóður Íslands (FSÍ) fengu bæði undanþágu frá yfirtökuskyldu í Icelandair Group árin 2009 og 2010. Ástæðurnar voru þó aðrar en í tilfelli Samherja. Íslandsbanki 47% eignaðist hlut í Icelandair eftir að hafa leyst til sín hlutabréf í félaginu eftir veðkall. Bankanum var þó gert að selja sig niður fyrir yfirtökumörkin innan árs, þó að sá frestur hafi verið framlengdur.

Framtakssjóður Íslands fékk einnig undanþágu frá yfirtökuskyldu til að kaupa 32,5% hlut í Icelandair við hlutafjáraukningu samhliða endurskipulagningu á fjárhag félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .