IP Studium Reykjavík, félag í eigu fjárfestisins Ingibjargar Pálmadóttur, hefur gengið frá kaupum á 452 fermetra fasteign á Laugavegi 1 í miðbæ Reykjavíkur á 400 milljónir króna. Í kaupsamningi er eignin sögð vera gistiheimili og er fasteignamat hennar 157,4 milljónir króna.
Sjá einnig: Milljarða fasteignasafn Ingibjargar
Bætist umrædd eign í stórt eignasafn fasteignafélaga Ingibjargar sem eiga margar eignir neðst á Hverfisgötu. Húsalengjan á milli Stjórnarráðsins og bílastæðakjallarans til móts við Þjóðleikhúsið er til að mynda að mestu í eigu hennar.