Yfirskattanefnd ógilti nýverið álagningu opinberra gjalda knattspyrnumanns hér á landi vegna tekjuársins 2018. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að leikmaðurinn hafi talið fram laun, rúmar tvær milljónir króna, frá knattspyrnufélaginu en við álagningu hafi Skatturinn litið svo á að um verktakagreiðslu væri að ræða.Krafðist leikmaðurinn lagfæringar þar á sem Skatturinn féllst á en um leið ákvað stofnunin að hækka tekjurnar um rúma milljón á grundvelli óundirritaðs samnings leikmannsins við félag sitt.

Fyrir nefndinni krafðist leikmaðurinn að umrædd afgreiðsla yrði felld úr gildi. Á það féllst Yfirskattanefnd með þeim rökum að Skatturinn hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og ekki veitt leikmanninum kost á að koma andmælum að. Kröfu um leiðréttingu á fjárhæð staðgreiðslu var vísað frá nefndinni.