Verð á hlutabréfum í Marel hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 4,48% í 673 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna í Marel braut 600 króna múrinn og stendur nú í 606 krónum á hlut. Þá hækkaði HB Grandi næst mest eða um 2,32% í 238 milljóna króna viðskiptum.

Verð á hlutabréfum í Sýn lækkaði mest eða um 2,21% í 68 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Icelandair um 2,17% í 95 milljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfanna nú í 9 krónum á hlut.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 2,13% í viðskiptum dagsins en heildarvelta á markaðnum nam 1,5 milljörðum króna.