Markaðir víðast hvar byrjuðu vikuna grænir. Nasdaq hafði við birtingu fréttarinnar hækkað um 1,5% í dag, DAX Frankfurt hækkaði um 1,3%, FTSE London um 1%, Nikkei Tókýó um 0,7%,  Hang Seng 2,2% og OMX í Kauphöll Íslands hækkaði um 1,5%. Þetta er mikill viðsnúningur frá síðustu viku sem einkenndist fréttum af versnandi horfum í heimshagkerfinu og aukinni áhættufælni fjárfesta.

Svo mikil var eftirspurnin í öruggt skjól bandarískra ríkisskuldabréfa að vaxtarferill bréfanna tók á sig niðurhallandi mynd (lægri vextir á skammtímalánum en lánum til lengri tíma). Síðast hallaði ferilinn niður sumarið 2007 en þessi óvenjulega staða hefur í gegnum tíðina reynst áreiðanlegur fyrirboði niðursveiflna.

Financial Times segir fleiri blikur á lofti, verð á kopar hafi lækkaði en verð á gulli hækkaði og meira fjármagn hafi streymt í örugga skuldabréfasjóði en sést hefur í áratug (500 milljarðar dollara síðastliðna sex mánuði). Þá hefur verðhækkun ríkisskuldabréfa með hæstu lánshæfiseinkunina verið um 6,4% í ár og hefur ekki hækkað jafnmikið síðan 1995.

Verðhækkun dagsins og aukna bjartsýni rekur Financial Times til væntinga fjárfesta um að seðlabankar muni fljótlega grípa til nýrra aðgerða til að koma í veg fyrir niðursveiflu. Mikill samhljómur sé um skoðunina meðal greinenda auk þess sem hafi skilaboð stjórnvalda og seðlabanka verið á sömu leið.